Snorra saga

Þá kom aftur að Þórði kakala. Konungur veitti honum leyfi til að halda heim 1256. Að kvöldi sama dags var Þórður að fagna þessu. Hann sagði að ef hann kæmist til Íslands ætlaði hann aldrei að fara þaðan aftur. Varla hafði hann lokið setningunni þegar hann datt dauður niður. Gissur var enn staddur í Noregi 1258 og þar gerðist það loks sem hann hafði lengi þráð að konungur gaf honum jarlsnafn yfir Íslandi. Hann fékk merki og lúður því til staðfestingar og átti nú að reyna enn einu sinni að sigrast á þvermóðsku Íslend­ inga. Hann settist að í Kaldaðarnesi í Flóa og hafði þar um sig hirð og hélt mikilfenglegar drykkjuveislur. En það var alveg sama hvernig Gissur lét freta í lúðurinn eða veifa merkinu, honum gekk ekkert að fá Íslendinga til að játast undir vald Noregskonungs. Að lokum sendi konungur hirð­ mann sinn, Hallvarð gullskó, til Íslands. Hann var gamalreyndur klækjarefur og tókst að hjálpa Gissuri til að fá landsmenn til að játast undir vald konungs með hinum svokallaða Gamla sátt­ mála á Alþingi 1262. Þar með var þjóðveldið liðið undir lok, en Íslendingar komnir undir Noregskonung. Við tóku sjö aldir erlendra yfirráða. 65

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=