Snorra saga

Þórður kakali barðist næst við Brand Kolbeinsson, frænda Kolbeins, sem tekið hafði við ríki hans í Skagafirði. Þeir áttust við í Haugsnesi í Skagafirði í apríl 1246. Það var mannskæðasti bardagi Íslandssögunnar, meira en hundrað manns féllu, en Þórður fór með sigur af hólmi. Þá var Gissur Þorvaldsson eftir, enn einu sinni. Ekki kom þó til bardaga milli hans og Þórðar kakala. En þar sem þeir voru báðir hirðmenn Hákonar konungs sömdu þeir um að halda utan á hans fund og láta konung velja milli þeirra. Konungur taldi réttast að halda Gissuri eftir í Noregi en senda Þórð til Íslands. Árin 1247–50 var Þórður kakali nær einráður á Íslandi. Hins vegar gerði hann ekkert í því að koma landinu undir konung. Hákon konungur kallaði hann því aftur til Noregs. Þar með var komið að Gissuri. Hann kom út til Íslands 1252 og lenti strax í bardögum við menn Þórðar kakala. Gissur hafði sest að á Flugumýri í Skagafirði. Þar var haldið mikið brúðkaup haustið 1253. Sonur Gissurar var að kvænast dóttur Sturlu Þórðarsonar. Þá gripu óvinir Gissurar tækifærið og reyndu að brenna hann inni. Í Flugumýrarbrennu missti Gissur konu sína Gró og þrjá syni. Sjálfum tókst honum að bjarga lífi sínu með því að skríða ofan í sýruker í matarbúri. 64

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=