Snorra saga

XI Eftirleikurinn Þ að gekk á ýmsu næstu árin eftir að Snorri var fallinn. Hákon Noregskonungur gerði ýmist að senda íslenska hirðmenn sína til Íslands til að ná landinu undir sig, eða kvaddi þá til sín aftur ef honum fannst þeir ekki nógu duglegir að ganga erinda hans. Órækja Snorrason safnaði liði og hófst handa við að hefna föður síns. En Gissur Þorvaldsson beitti hann svikum, náði honum á sitt vald við Hvítárbrú og sendi hann úr landi. Órækja lést í Noregi nokkrum árum síðar. Þórður kakali Sighvatsson, bróðursonur Snorra kom til Íslands 1242 og hugðist hefna Sturlunga. Hann var liðfár í fyrstu, en reyndist þrautseigur og klókur og herjaði árum saman á bana­ menn föður síns og bræðra. Til úrslita dró milli hans og Kolbeins unga í Flóabardaga, mikilli sjóorrustu á Húnaflóa sumarið 1244. Kolbeini tókst þar með naumindum að hrekja Þórð á flótta, en galt svo mikið afhroð sjálfur að sigurinn var ekki mikils virði. Auk þess var Kolbeinn orðinn heilsulaus og lést skömmu síðar. 63

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=