Snorra saga

Tveir ógæfumenn fóru fremstir, Símon sem kallaður var knútur af því hann var allur í hnút og Árni sem hafði alltaf verið svo óánægður með allt og alla að hann var kallaður Árni beiskur. Árni var með öxi. Símon knútur skipaði honum að höggva Snorra. – Eigi skal höggva, sagði Snorri og reyndi að bera fyrir sig hendurnar. Símon knútur hrinti Snorra þá fram á gólfið, en Árni hikaði við. Hann var illmenni en það lá við að honum féllust hendur þegar hann sá höfðingjann Snorra liggja þarna fyrir fótum þeirra. Snorri var bara gamall og þreyttur maður, varnarlaus og ótta­ sleginn. En Símon knútur æpti að Árna beisk: – Höggðu maður. – Eigi skal höggva, sagði Snorri. Þá reiddi Árni beiskur upp öxina og hjó henni af alefli í höfuð Snorra og veitti honum banasár. Þannig féll Snorri Sturluson fyrir morðingjahendi í Reykholti um dimma haustnótt, tuttugasta og þriðja september 1241. 62

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=