Snorra saga

– Hvar á ég að fela mig? spurði Snorri. – Farðu ofan í kjallara, svaraði Arnbjörn, ég skal tefja fyrir þeim og segja að ég viti ekki neitt, þá halda þeir að þú sért flúinn. Gissur og menn hans óðu um allt en fundu Snorra hvergi. Gissur gekk að Arnbirni presti og spurði: – Hvar er Snorri? – Ég veit það ekki, svaraði Arnbjörn. Gissur sá að hann var að skrökva og ákvað að beita slægð: – Það var leitt, ég sem ætlaði að sættast við hann, en það er náttúrlega ekki hægt ef hann er ekki hérna! – Það má hugsanlega finna hann ef honum er lofað griðum, sagði Arnbjörn prestur. Þar með vissi Gissur að Snorri væri enn innandyra, þeir leituðu betur og ekki leið á löngu þar til Snorri fannst í kjallaranum. Þangað niður sendi Gissur verstu glæpamennina í liði sínu. Þeir áttu ekki að handtaka Snorra, heldur vinna böðulsverk. 61

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=