Snorra saga

Þar með var Gissur búinn að fá ástæðu til að skipta sér af Snorra. En hann hafði reyndar annað miklu hættulegra í bak­ höndinni. Menn sem komið höfðu frá Noregi sumarið áður með fréttirnar um fall Skúla hertoga höfðu meðferðis bréf til Gissurar frá Hákoni konungi. Í bréfinu lýsti konungur Snorra landráða­ mann og svikara við sig, vegna stuðnings við uppreisn Skúla. Hann fyrirskipaði Gissuri að ráðast að Snorra og koma honum annað hvort úr landi eða drepa hann. Seint um sumarið boðaði Gissur Kolbein unga til fundar við sig og fleiri menn á Kili. Þar réðu þeir ráðum sínum um Snorra­ málin. Gissur hélt svo heimleiðis og kallaði menn til sín. Hann sýndi þeim bréf konungs og sagðist alls ekki vilja brjóta gegn því. Margir sem viðstaddir voru vildu ekki gera Snorra mein en töldu samt nauðsynlegt að losna við hann. – Við sendum Snorra þá bara úr landi, sagði Gissur. Þannig fékk hann marga menn til að fylgja sér gegn Snorra. En sjálfur hugsaði Gissur einhvern veginn svona: Hann fór ansi flatt á því hann Sturla heitinn Sighvatsson þegar hann þyrmdi lífi mínu við Apavatn hér um árið. Varla fer ég að gera sömu mistökin með bragðarefinn Snorra. Ef ég sleppi honum úr landi er hann vís með að æsa alla upp gegn mér í Noregi. Eins gott að ljúka þessu af. Um haustið hélt Gissur svo vestur í Reykholt með sjötíu manna lið. Þangað komu þeir aðfaranótt tuttugasta og þriðja september 1241 en höfðu sent njósnara á undan sér. Þeir brutu upp svefnskemmu Snorra en hann vaknaði við læt­ in og forðaði sér í náttfötunum yfir í næsta hús. Þar hitti hann prestinn Arnbjörn. 60

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=