Snorra saga

X Eigi skal höggva S norri tók land í Vestmannaeyjum snemmsumars 1239. Þaðan dreif hann sig rakleitt að Breiðabólsstað í Fljóts­ hlíð þar sem Hallveig dvaldist. Þau hröðuðu sér síðan vestur í Borgarfjörð og tóku á ný við búinu í Reykholti, en þar var fyrir Klængur sonur Hallveigar, bróðursonur Gissurar Þorvaldssonar. Klængur hafði séð um allt á staðnum í fjarveru Snorra og Hallveigar. Snorri settist nú aftur að löndum sínum í Borgarfirði og fór strax að huga að ríki sínu í Dölum og víðar á Vesturlandi. Hann treysti vináttubönd við þá sem höfðu reynst honum trúir en reyndi að klekkja á þeim sem höfðu brugðist honum. Órækja fór vestur á firði og lagði þar undir sig allt sem hann hafði áður ráðið yfir. En það fór eins og áður að skipti mjög í tvö horn með vinsældir hans. Snorri var oft ekki ánægður með framferði hans. Órækja deildi meðal annars við frænda sinn Sturlu Þórðarson. Órækja var fúll út í Sturlu og fannst Snorri hafa tekið hann fram yfir sig. Auðvitað þótti Snorra vænt um 58

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=