Snorra saga

ekki sofandi en heyrði illa til hennar. Hann hafði troðið ull í eyrun og vafið brekáni um höfuðið til að reyna að fá svefnfrið. Honum hafði ekki orðið svefnsamt um nóttina út af hljóðunum í Guðnýju konu sinni. Þess vegna hafði hann fært sig yfir í þessa lokrekkju sem var dálítið afsíðis og eiginlega ætluð gestum. En hann var orðinn gamall og slitinn og átti hvort sem er oft dálítið erfitt með svefn. Hann var goði, það er að segja einn af höfðingj­ unum. Veldi og embætti goðanna nefndust goðorð. Sturla í Hvammi réð yfir Snorrungagoðorði sem var kennt við afkom­ endur Snorra goða Þorgrímssonar. Sturla átti í sífelldum deilum við menn út af valdabrölti og vígaferlum. Hann sá eftir ýmsu sem hann hafði gert áður eða látið ógert og kveið fyrir öðru sem framundan var. Út af þessu öllu var hann oft andvaka. Loks þegar hann heyrði bankið skaut hann lokunni frá rekkj­ unni, leysti brekánið af höfðinu, vafði því utan um sig neðan­ verðan, gægðist út og sagði geðvonskulega: – Hvað á þessi fyrirgangur eiginlega að þýða? En þegar hann áttaði sig á að þetta var ljósmóðirin varð hann 4

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=