Snorra saga

þá, þegar ég verð kominn með öll völd í Noregi, geri ég þig að jarli mínum yfir öllu Íslandi. En í guðanna bænum, hafðu það ekki eftir mér í bili. Snorri og Órækja héldu áfram að undirbúa heimför. En um vorið þegar þeir voru að leggja af stað kom babb í bátinn: Hákon konungur gaf út tilskipun um að hann bannaði öllum lendum mönnum sínum að sigla út til Íslands. Þegar Snorri heyrði af banninu, yppti hann bara öxlum og sagði: – Út vil eg. Síðan undu þeir upp segl og sigldu af stað til Íslands. Snorri vissi að Hákon konungur yrði alveg trítilóður yfir að hann skyldi óhlýðnast fyrirskipunum hans, en honum stóð á sama. Eftir það sem Skúli hertogi hafði sagt honum var hann handviss um að konungurinn yrði ekki lengi áfram við völd. 57

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=