Snorra saga
Fylkingarnar sem börðust þarna í Skagafirði töldu hátt í tvö þús und manns. Bardaginn hafði verið stuttur en snarpur. Fjörtíu og níu féllu af liði Sturlunga en aðeins sjö af liði Gissurar og Kolbeins. Snorra brá auðvitað mjög við þessar fregnir. Þeim Sighvati hafði svo sem ekki alltaf komið vel saman en nú hugsaði Snorri mest um það hvað hann Hvati hafði oft verið honum góður bróðir. Hann minntist þess einnig hvað Sighvatur gat verið fyndinn og skemmtilegur þrátt fyrir slægðina. Hann hugsaði líka um syni hans, frændur sína fjóra sem þarna höfðu fallið á besta aldri. Þrátt fyrir allt höfðu þeir verið Sturlungar og hann hafði þekkt þá frá því þeir voru börn. Jafnvel Sturla, sem Snorri átti svo grátt að gjalda, hann gat ekki átt það skilið að hljóta svo ill örlög. Nú voru aðeins tveir synir Sighvats eftir á lífi, Tumi sem sagt var að hírðist með Halldóru móður sinni á Grund í Svarfaðardal og svo Þórður kakali sem var í Noregi við hirð Hákonar og virtist að því er sagt var hafa mestan áhuga á að skemmta sér. Þessi tveir væru varla til stórræðanna. Á hinn bóginn gat Snorri heldur ekki annað en hugsað fagn andi til þess að nú væri lag fyrir hann að endurheimta veldi sitt. Kolbeinn ungi var búinn að sölsa undir sig ítök Sighvats á Norð urlandi og léti varla staðar numið við það. Snorri sá að hann yrði að koma sér út til Íslands sem allra fyrst ef ekki átti að fara illa. Af því gat þó ekki orðið fyrr en hægt yrði að sigla á ný með vorinu. Órækja kom til Snorra og þeir feðgar ræddu margt um hvernig farið skyldi að því að ná aftur fyrri völdum. Snorri var áfram hjá Skúla um veturinn. Skúli trúði honum fyrir því að hann hygðist gera uppreisn gegn Hákoni konungi. – Hann er orðinn ómögulegur, strákfjandinn, og þykist geta gert hvað sem er án þess að tala við mig. Ég skal mala hann. Og 56
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=