Snorra saga

Maðurinn rakti svo í löngu máli hvernig þeir feðgar hefðu ekki náð saman öllu liði sínu þarna um morguninn, hvað þá hestum og vopnum, fyrr en allt var löngu komið í bál og brand og aðstaða þeirra vonlítil. Þeir höfðu hrakist inn í lágan grjót­ garð rétt við Örlygsstaði og þurftu að reyna að verjast þaðan, en voru smám saman murkaðir niður. Sighvatur örmagnaðist og féll von bráðar utan við garðinn þar sem unnið var á honum. – Þeim fannst ekki duga minna en sautján stungur á sextíu og átta ára gamlan manninn, þessum hetjum, sagði tíðindamaður­ inn. Og flestar þeirra veittu þeir honum reyndar eftir að hann var steindauður. Margir menn höfðu síðan sótt að Sturlu og sært hann, en hann stríddi þeim og sagði: – Og vinna nú smádjöflar á mér. Við það höfðu hinir alveg tryllst og tekist að lokum að yfir­ buga Sturlu. Gissur veitti honum banahöggið sjálfur, með exi í höfuðið og stökk svo hátt upp þegar hann hjó að það sást undir iljarnar á honum. 55

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=