Snorra saga

IX Út vil eg S norri sat við skriftir í höll Skúla jarls dag einn seint um haustið 1238 þegar barið var að dyrum. Síðasta haust­ skip var nýkomið frá Íslandi og sendiboði hafði hrað­ að sér beint af skipsfjöl til að finna Snorra. Sá hafði váleg tíðindi að færa um bardagann mikla á Örlygsstöðum: – Þar féll Sighvatur bróðir þinn og fjórir af sonum hans með honum, Sturla, Kolbeinn, Þórður krókur og Markús, en Tumi slapp ... Snorri greip fram í fyrir manninum og bað hann að slaka aðeins á og fá sér sæti, en segja sér síðan betur frá því hvernig þetta hefði allt saman viljað til. – Jú, sagði maðurinn, þeir Sighvatur og Sturla voru komnir til Skagafjarðar og búnir að smala saman heilmiklu liði. Þeir gistu þarna á þrem bæjum aðfaranótt tuttugasta og fyrsta ágúst, en vöruðu sig ekki á því hvað Kolbeinn ungi og Gissur voru snarir í snúningum með lið sitt að sunnan. Þannig að Sturlungar voru beinlínis gripnir í bælinu ... 54

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=