Snorra saga
IX Út vil eg S norri sat við skriftir í höll Skúla jarls dag einn seint um haustið 1238 þegar barið var að dyrum. Síðasta haust skip var nýkomið frá Íslandi og sendiboði hafði hrað að sér beint af skipsfjöl til að finna Snorra. Sá hafði váleg tíðindi að færa um bardagann mikla á Örlygsstöðum: – Þar féll Sighvatur bróðir þinn og fjórir af sonum hans með honum, Sturla, Kolbeinn, Þórður krókur og Markús, en Tumi slapp ... Snorri greip fram í fyrir manninum og bað hann að slaka aðeins á og fá sér sæti, en segja sér síðan betur frá því hvernig þetta hefði allt saman viljað til. – Jú, sagði maðurinn, þeir Sighvatur og Sturla voru komnir til Skagafjarðar og búnir að smala saman heilmiklu liði. Þeir gistu þarna á þrem bæjum aðfaranótt tuttugasta og fyrsta ágúst, en vöruðu sig ekki á því hvað Kolbeinn ungi og Gissur voru snarir í snúningum með lið sitt að sunnan. Þannig að Sturlungar voru beinlínis gripnir í bælinu ... 54
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=