Snorra saga

Eftir það sleppti Sturla Gissuri. Það hefði hann ekki átt að gera, ef litið er á málin út frá hagsmunum þeirra feðga. Fyrst hann ætlaði sér á annað borð að vera svona svikull og grimmur hefði hann sennilega átt að stíga skrefið til fulls og vera enn grimmari. En kannski var of stutt síðan Sturla hafði ráfað ber­ fættur milli kirkna í Róm og lofað öllu fögru. Gissur taldi sig auðvitað óbundinn af því sem hann hafði ver­ ið þvingaður til að lofa. Hann fór beint og gerði bandalag við Kolbein unga forsprakka Ásbirninga. Þeir ákváðu að standa saman gegn yfirgangi Sturlunga og byrjuðu að safna liði. En Sighvatur og synir hans með Sturlu í fararbroddi létu sér ekki bregða við þetta. Síðla sumars stefndu þeir ótrauðir með mikið lið til Skagafjarðar. Þar laust þeim saman við fylkingar Gissurar og Kolbeins unga í miklum og frægum bardaga nærri Örlygsstöðum 21. ágúst 1238. 53

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=