Snorra saga

Snorra tíðindin, en Snorri gerði enga tilraun til að snúast til varnar heldur flúði. – Þvílík gunga, sagði Sturla og hló. Þannig hrökklaðist Snorri frá Reykholti og úr Borgarfirði. Fannst þá mörgum sem spádómur Egils Skallagrímssonar í draumnum forðum hefði þar með ræst. Snorri dvaldist nú um tíma á Bessastöðum á Álftanesi, sem hann hafði eignast um svip­ að leyti og hann tók saman við Hallveigu. Fljótlega taldi hann þó að sér væri ekki vært á landinu við þessar aðstæður. Elsti bróðir­ inn Þórður var nýlega látinn, svo ekki var lengur hægt að sækja styrk til hans. Árið 1237 hélt Snorri því til Noregs öðru sinni. Frændi hans, Þórður kakali Sighvatsson, varð honum samferða. Órækja var farinn til Noregs á undan þeim. Hann hafði áður reynt að ná samningum við Sturlu Sighvatsson, en Sturla sveik hann, lét flytja þennan náfrænda sinn í Surtshelli og misþyrma honum og meiða hann. Snorri fór beint til síns gamla góða vinar Skúla jarls sem tók vel á móti honum og hafði margt að segja honum. Nú stóð aðeins ein hindrun í vegi fyrir því að Sturla og Sighvat­ ur næðu yfirráðum yfir öllu landinu. Það voru Haukdælir með höfðingja sinn Gissur Þorvaldsson í broddi fylkingar. Sturla ákvað að taka á þessu vandamáli. Hann boðaði Gissur á fund sinn við Apavatn skammt frá Laugarvatni vorið 1238. Hann þóttist vilja rabba við Gissur um ýmis mál, en mætti til fundarins með ofurefli liðs og lét strax handtaka Gissur þegar þeir hittust. Þannig sveik hann Gissur og niðurlægði og þvingaði hann til að vinna sér hollustueiða og lét hann lofa sér að hverfa úr landi á fund Hákonar konungs. 52

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=