Snorra saga

tíminn til að sölsa undir sig veldi Snorra. Þannig gætu þeir feng­ ið yfirráð yfir mestöllu landinu og jafnframt náð sér niðri á Snorra fyrir að hafa haft af þeim Snorrungagoðorðið. Þeir not­ uðu sem tylliástæðu að það þyrfti að stemma stigu við yfirgangi Órækju. – Og klekkja um leið á gamla frekjudallinum, sagði Sturla. Þá verður hann aldrei Snorri fyrsti heldur bara Snorri núll. Þeir hófu nú að safna miklu herliði og bjuggust til að gera atlögu að Reykholti. Þeir náðu saman tólf hundruð manna liði og stefndu til Borgarfjarðar en Snorra barst njósn af herförinni. Hann fékk Þórð bróður sinn til að fara á fund Sighvats og Sturlu og reyna að semja við þá. Þetta gerði Þórður og hitti þá feðga á pálmasunnudag 1236. Hann átaldi Sighvat harðlega fyrir að ætla að fara með her á hendur sínum eigin bróður. – Og það meira að segja á helgum degi, bætti Þórður við og var ægilega reiður. Sighvatur hló bara. Honum fannst svo fyndið að sjá rólyndis­ manninn Þórð svona æstan. Sighvatur og Sturla létu sér ekki segjast. Þórður fór burt í fússi. Hann kom í Reykholt og sagði 51

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=