Snorra saga
Þannig ræddu þeir málin fram og aftur en á endanum bundu þeir það fastmælum að Sturla skyldi taka að sér það sem Snorri hefði ekki sinnt nógu vel: Að koma Íslandi undir Noreg. Með þennan ásetning og góðar gjafir í farteskinu sneri Sturla Sighvatsson heim til Íslands árið 1235. Sér til mikillar ánægju komst hann að því að Sighvatur hafði verið iðinn við að hlaða undir völd þeirra feðga meðan hann var í burtu. Enn kátari varð Sturla þegar hann áttaði sig líka á því að áfram hafði margt gengið illa hjá Snorra. Áður höfðu þeir Kolbeinn ungi og Gissur Þorvaldsson, tengdasynir hans, skilað aftur dætrum Snorra, þeim Hallberu og Ingibjörgu. – Hallbera er klikkuð, hafði Kolbeinn sagt. – Ingibjörg er sturluð úr frekju, ekta Sturlungur, sagði Gissur. Af þessu höfðu svo sprottið langvarandi deilur um jarðir og mannaforráð sem leitt höfðu til mikillar óvináttu Haukdæla og Ásbirninga í garð Snorra. Órækja var auk þess með ribbaldagangi sínum búinn að æsa fjölmarga upp gegn Snorra föður sínum. Sturla og Sighvatur þóttust því sjá að nú væri kominn rétti 50
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=