Snorra saga

Á heimleiðinni dvaldist Sturla Sighvatsson síðan alllengi í Nor­ egi til að treysta sambönd sín við norska tignarmenn. Nú var Hákon konungur orðinn fullorðinn og sjálfs sín ráðandi og hafði ræst vel úr drengnum. Sturla sneri sér því beint til kon­ ungs og hafði engan áhuga á að vera neitt að nudda sér utan í vin Snorra, Skúla jarl, sem reyndar var tengdafaðir Hákonar konungs. Hann þóttist sjá að áhrif Skúla færu þverrandi. Sturla beitti öllum sínum persónutöfrum og tókst að komast í gott vin­ fengi við Hákon konung. Noregskonungar höfðu lengi haft mikinn áhuga á að koma Íslandi undir sína stjórn. Hákon minntist þess þegar hann ræddi við Sturlu að Snorri föðurbróðir hans hefði þegið af þeim miklar sæmdir á sínum tíma. – Ég skildi þetta alltaf þannig að Snorri hefði ætlað að vinna að því að koma Íslandi undir mína stjórn, sagði kóngur. Held­ urðu að hann hafi gert eitthvað í málunum? Þarna sá Sturla gott tækifæri til að klekkja á Snorra: – Í málunum? Hann Snorri? svaraði Sturla. Ekki baun. Snorri vill ekkert nema efla sín eigin völd. Hann heldur að hann sé kóngur. Hans hátign Snorri fyrsti! Svo situr hann bara og skrif­ ar. Reyndar um norska konunga, en það er sko ekki allt jafn­ fallegt sem hann segir um forfeður þína. – Alveg vissi ég þetta, svaraði Hákon konungur þungur á brún. Og karlskarfurinn hann Skúli tengdapabbi, sem ég er meira að segja búinn að gera að hertoga, hann hefur látið hann komast upp með þetta. Eintóm klíka. Hann sleppti bara Jóni heitnum Snorrasyni úr gíslingunni á sínum tíma eins og ekkert væri, þó Snorri hefði ekki staðið við neitt. En nú er það ég sem ræð! 49

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=