Snorra saga

sem gerðu aðför að Sauðafelli um miðja nótt. Óðu þeir um allt í myrkri og stungu spjótum og sverðum í rúm og rekkjur. Þannig drápu þeir saklaust fólk, brutu allt og brömluðu. Sturla sjálfur var ekki heima þessa nótt, en í einni rekkjunni var Sólveig kona hans með nýfætt barn þeirra. Þegar Sturlu voru sögð tíðindin daginn eftir, spurði hann hvort Sólveigu hefði verið gert mein. Honum var sagt að hún væri heil á húfi og eftir það spurði hann einskis meir. Hann elskaði Sólveigu mikið. Sauðafellsför óvina hans mæltist illa fyr­ ir og Sturla hefndi sín grimmilega. Sturla sagði hverjum sem heyra vildi að Snorri hefði vitað af ráðagerð illvirkjanna. Ekki batnaði samkomulag þeirra frænda við slíkt umtal. Stundum voru þeir samt vinir næstu árin. Sighvatur og Sturla drógust einnig æ meir inn í deilur sem Norðlendingar höfðu árum saman átt við Guðmund Arason, biskup á Hólum, sem kallaður var Gvendur góði. Hann var upphaflega fátækur prestur sem Ásbirningar höfðu gert að biskupi. Þeir ætluðu sér að hafa hann sem þægan lepp, svo þeir gætu sjálfir ráðskast að vild með eigur Hólastóls. En Guðmundur 47

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=