Snorra saga

VIII Sturlungar deila S ighvatur hafði fengið Sturlu syni sínum Snorrunga­ goðorðið í Dölunum til yfirráða þegar hann sjálfur fluttist að Grund í Eyjafirði. Sturla var þá enn á unglings­ aldri. Þetta mislíkaði bræðrum Sighvats, einkum Snorra, hann taldi að Sighvatur gæti ekki ráðskast þannig með sameiginlegar eignir þeirra bræðra. Eftir að Sturla kvæntist og fór að hafa sig æ meira í frammi fannst Snorra orðið tímabært að lækka aðeins rostann í þessum unga manni sem var farinn að láta eins og hann væri yfir alla Sturlunga settur. Snorri fékk Þórð bróður sinn í lið með sér og þeim tókst að hafa sína hluta goðorðsins af Sturlu. Sturla og Sólveig bjuggu á Sauðafelli í Dölum en stundum voru þau líka fyrir norðan hjá Sighvati og Halldóru. Sturla hugsaði Snorra frænda sínum þegjandi þörfina en hefndi sín strax á Þórði með því að taka hús á honum í Hvammi með fjölda manns og lét ófriðlega. Annars hafði Sturla nóg á sinni könnu varðandi erjur og illdeilur. Hann átti í rimmu við Vatnsfirðinga 46

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=