Snorra saga
í undirgöngin, en Sturla lá lengi áfram í heitu vatninu og hugs aði um það sem frændi hans hafði sagt. Bræðurnir áttu marga fleiri syni, ekki síst Sighvatur. Sjálfur hafði Snorri orðið fyrir þeirri miklu sorg að missa Jón son sinn ungan. Jón murtur hafði á sínum tíma verið sendur til Noregs sem gísl, en fékk að fara heim þaðan eftir þrjú ár. Fljótlega hélt hann þó aftur til Noregs og lenti þar eitt sinn í slagsmálum, slas aðist illa og dó. Væntingarnar sem bundnar höfðu verið við Jón hlutu nú að færast yfir á yngri bróðurinn, Órækju. Hann var vaskur maður og allur af vilja gerður til að verja hagsmuni föð ur síns, en Snorri treysti honum samt ekki vel. Hann taldi son sinn ekki mikið höfðingjaefni vegna þess hvað hann væri upp stökkur og óþolinmóður. Stundum deildu þeir og þá sagði Snorri að Órækja væri ofstopamaður sem kallaði yfir þá vand ræði. Órækja svaraði fullum hálsi og sagði að Snorri væri gunga. – Semja, semja, semja, sagði Snorri þegar deilur komu upp. – Lemja, lemja, lemja, svaraði Órækja. 43
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=