Snorra saga
ekkert traðka á sér. Sturla Þórðarson var alnafni Hvamms– Sturlu. Hann var ólíkur afa sínum en varð samt eftirlæti Guð nýjar ömmu sinnar. Hann var mikið hjá henni eftir að hún flutt ist í Reykholt til Snorra. Hann vissi ekkert betra en að hlusta á sögur ömmu sinnar. Ekki bara frá fornöld og landnámsöld, heldur líka um það sem hún hafði upplifað á sinni eigin ævi. Margar góðar kunni hún til dæmis um Hvamms–Sturlu og allt hans vafstur. Snorri var líka mjög hrifinn af þessum unga fræn- da sínum sem sýndi snemma ótvíræða rithöfundarhæfileika. Snorri kenndi honum margt í sambandi við skriftir og skáld skap. Eitt sinn þegar þeir frændur sátu í pottinum og höfðu rabbað lengi um sögu Noregskonunga spurði Sturla: – Hvernig er það Snorri, hefur þér aldrei dottið í hug að skrifa um samtíma okkar hér og nú? – Fín hugmynd hjá þér, Sturla minn, svaraði Snorri, en ég held ég láti þér allt slíkt eftir. Ég hef miklu meiri áhuga á fortíðinni. Snorri stóð upp, hysjaði upp um sig sundskýluna og gekk inn 42
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=