Snorra saga

Það átti Snorri nú reyndar sjálfur að vita. Þau vildu splundrast og skilnaður leiddi af sér óvild og deilur. Smátt og smátt varð líka ein endalaus flækja úr öllum þessum tengslum. Ættirnar voru allar meira og minna tengdar og skyld­ ar út og suður, á ská og í kross, svo það hætti alveg að skipta máli til að varðveita friðinn. Allir tengdust öllum hvort sem var. Menn voru óvinir og vinir á víxl, óháð ættum. Sundurlyndið magnaðist á endanum af þessu öllu. Loks ekki aðeins milli ætta heldur líka innan þeirra, ekki síst meðal Sturlunga sjálfra. Bræðrunum þremur, Þórði, Sighvati og Snorra hafði að mestu tekist að halda frið sín á milli þótt þeir deildu stundum hart og ættu það til að reiðast hver öðrum og hættu að tala saman svona við og við. En nú var ný kynslóð Sturlunga komin fram. Metnaður margra þeirra var mikill. Kappsfyllstur allra var Sturla sonur Sighvats. Hann var glæsimenni og ákafamaður og ætlaði sér stóra hluti. Honum fannst ástæðulaust að Snorri réði mestu um málefni Sturlunga. – Jú, jú, hann er kannski ríkari og klárari en Þórður og pabbi, en hann er nú þrátt fyrir allt yngstur. Og reyndar alveg hrika­ legur klaufi með spjót og sverð, sagði Sturla. Hafið þið séð hann skylmast? Það er beinlínis sprenghlægileg sjón! Sturlu fannst gaman að erta Snorra frænda sinn dálítið og ögra honum þegar þeir hittust. En stundum voru þeir líka góðir vin­ ir. Það gat verið gaman að heilsa upp á karlinn í Reykholti ef hann var í góðu skapi, liggja í heita pottinum með ölkrús og hlusta á eina góða sögu. Synir Þórðar voru aftur á móti friðsemdarmenn en létu samt 41

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=