Snorra saga

VII Heima í Reykholti S norri hélt áfram að efla veldi sitt eftir að hann kom heim. Aðallega með því að gifta dætur sínar höfðingjum og vænlegum höfðingjaefnum. Þetta fannst honum mun betri leið til áhrifa en eilíf manndráp þó stundum yrði ekki hjá þeim komist. Snorri hafði átt í deilu við Þorvald leiðtoga Vatnsfirðinga á Vestfjörðum, en þeir sættust og Þorvaldur fékk Þórdísi Snorradóttur sem konu. Vatnsfirðingurinn var gamall karl, en Gissur Þorvaldsson frá Hruna var hins vegar ungur og talinn glæsilegasta leiðtogaefni Haukdæla. Snorra tókst að gifta honum Ingibjörgu dóttur sína. Ásbirningar í Skagafirði áttu líka sinn framtíðarmann: Hann hét Kolbeinn Arnórsson og var alltaf kallaður Kolbeinn ungi til aðgreiningar frá öðrum Kolbeinum. Kolbeinn ungi kvæntist Hallberu Snorradóttur. Þannig náði Snorri æ meiri ítökum. Aðferðin hafði oft reynst nokkuð vel en var kannski ekki alveg nógu snjöll til lengdar. Hjónabönd sem þannig var til stofnað urðu stundum ekki góð. 40

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=