Snorra saga
fordekrað krakkakvikindi sem hafði engan áhuga á skáldskap og sögu skyldi eiga að teljast æðra en stórhöfðinginn Skúli. En jarlinn kunni ágætlega lagið á stráknum og sagðist halda að það ætti eftir að rætast úr honum. – Aðalatriðið er í bili, hvíslaði Skúli að Snorra, að láta gríslinginn halda að hann ráði öllu, þó hann ráði auðvitað engu. Svo stefni ég á að gera hann að tengdasyni mínum. Um þessar mundir voru Norðmenn afskaplega reiðir Íslending um, einkum Oddaverjum, af því þeir höfðu deilt við norska kaup menn sem sigldu með varning til Íslands. Deilan stóð um verð á varningnum sem báðir aðilar vildu ráða. Þetta gekk svo langt að margir helstu höfðingjar í Noregi voru farnir að undirbúa herför til Íslands. Snorri sá að illt var í efni. En hann var sniðugur og með fortölum og góðum rökum gat hann fengið Norðmenn ofan af þessum áætlunum. Í staðinn lofaði hann að sjá til þess að norskir kaupmenn fengju að versla í friði á Íslandi. Sumir telja að hann hafi líka lofað því að reyna að koma Íslandi undir Noregskonung. Við vitum ekki hvort svo var, en til tryggingar því að hann stæði við orð sín um að stilla til friðar hét Snorri því að senda son sinn, Jón murt, á fund norsku höfðingjanna. Víst er þó að í kjölfar þessara umræðna hlotnaðist Snorra mikill heiður við norsku hirðina áður en hann hélt heim 1220. Skúli jarl sá til þess að hann var gerður lendur maður konungs. Það var miklu meiri sómi en að vera óbreyttur hirðmaður en það fól auðvitað líka í sér ákveðnar skyldur gagnvart norska konungsvaldinu og kröfur um hlýðni við konung. Snorra var að skilnaði gefið gott hafskip og mikill varningur. Vegur hans þótti hafa vaxið mjög þegar hann kom heim á ný haustið 1220 og settist að búi sínu í Reykholti. 39
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=