Snorra saga

Kristínu, ekkju Hákonar galins, sem nú var gift Áskeli lögmanni, einum tignasta höfðingja Svía. Hún var Snorra þakklát fyrir skáldskapinn og þau hjónin tóku mjög vel á móti honum og ley- stu hann út með góðum gjöfum. Snorri aflaði heimilda um ýmsa sænska fornkonunga og ræddi lögfræði við Áskel. Lögmaður Svía varð hissa þegar Snorri gat sagt honum að Íslendingar hefðu stuðst við skrifuð lög í heila öld, en lögfræðingar í Svíþjóð þurftu enn algjörlega að reiða sig á minnið. – Þið eruð aldeilis háþróaðir í tækninni, sagði Áskell, við þurf­ um greinilega að taka okkur tak. Ári síðar fengu Svíar fyrstu skrifuðu lög sín. Seinni veturinn var Snorri áfram hjá Skúla og skrifaði og orti af kappi. Honum líkaði mjög vel við jarlinn og þeir skröfuðu margt á síðkvöldum yfir ölkrús við eldinn í höllinni. Snorri nennti hins vegar lítið að sinna kónginum, þótt hann væri stundum eitthvað að reyna að gera sig merkilegan. Honum fannst skrítið að 38

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=