Snorra saga
og vináttu konunga. Þetta fannst Snorra skipta miklu máli, en hann var ekki síður að hugsa um að komast í betri heimildir um ýmislegt sem hann hafði verið að skrifa um sögu Noregskon unga. Hann langaði að kanna staðhætti og fá útskýringar á ýmsu hjá heimamönnum. Skáldskapur var í hávegum hafður við norsku hirðina og Íslendingar höfðu löngum haft orð á sér fyrir að eiga bestu skáld in. Snorri var auðvitað skáld og hóf nú undirbúning að fyrstu utanferð sinni með því að senda til Noregs kvæði sem hann hafði ort til voldugs jarls sem hét Hákon Fólkviðarson og var kallaður Hákon galinn af því hann var dálítið skrautlegur náungi. Snorri hafði frétt að þessi jarl væri alveg sérstakur kvæðaunnandi. Kvæðið sló í gegn, jarlinn var alveg í skýjunum, sendi Snorra vegleg skáldalaun og bauð honum að koma til sín. Jafnframt pantaði hann nýtt kvæði um konu sína, Kristínu. Snorri dreif strax í að yrkja um frúna og tók svo að ferðbúast. Hann neyddist hins vegar til að fresta för sinni þegar hann frétti að Hákon jarl væri látinn. Hann lét því nægja að senda kvæðið um Kristínu en beið átekta sjálfur. En tveimur árum síðar, haustið 1218, dreif hann sig loks af stað og hélt nú á fund Skúla jarls Bárðarsonar, bróður Hákonar galins. Skúli hafði stillt til friðar í Noregi eftir talsverð innanlandsátök og fengið höfðingjana til að kjósa sonarson hins fræga Sverris konungs, Hákon Hákonarson, sem konung. Hákon var hins vegar enn á unglingsaldri, svo Skúli jarl réði öllu í bili. Snorri hafði mikinn sóma af þessari fyrstu utanför sinni. Hann var hjá Skúla jarli um veturinn. Jarlinn hafði mikinn áhuga á sögu Noregskonunga og þeir Snorri urðu góðir vinir. Um sumarið fór Snorri svo alla leið austur á Gautland í Svíþjóð og heimsótti þar 37
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=