Snorra saga

Aldrei leið honum betur en þegar hann gat slakað á í heita pott­ inum á heiðskírum vetrarkvöldum að loknum góðum vinnudegi. Hann hafði látið gera sér göng innan úr bænum til að komast beint í laugina hvernig sem viðraði. Þarna var fínt að kjafta við skrifar­ ana um verkefni morgundagsins eða glettast við kærusturnar. Stundum lá hann bara aleinn og horfði á stjörnurnar og norðurljós­ in og velti fyrir sér gátum alheimsins. Ríki bræðranna þriggja, Þórðar, Sighvats og Snorra náðu nú yfir eitt samfellt landsvæði um mestallt vestanvert landið. Sturlungar máttu vel við una. En Oddaverjar voru ef til vill ekki alveg eins ánægðir. Þeim var löngu orðið ljóst að vinur þeirra Snorri ætlaði sér ekkert að ganga erinda þeirra. Hann átti meira að segja í deil­ um við Oddaverja á Alþingi eftir að hann var orðinn lögsögu­ maður. Snorri hafði betur í þeim deilum og gat eftir það talist mesti virðingarmaður landsins, eins konar arftaki Jóns Loftssonar. Þar með fannst honum löngu orðið tímabært að hann héldi utan til Noregs og hefði þar tal af helstu tignarmönnum. Íslenskir höfðingjar höfðu alltaf leitað þangað til að afla sér mannvirðinga 36

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=