Snorra saga
VI Snorri fer til Noregs B orgfirðingum leist strax vel á Snorra sem höfðingja og vildu efla hann semmest. Smágoðar og stórbændur strey- mdu til hans eftir að hann kom að Borg. – Við viljum selja þér goðorðin okkar og gerast þínir menn, sögðu þeir. Sumir gáfu honum meira að segja eignir sínar og mannaforráð. Í staðinn var Snorri skuldbundinn til að veita þeim vernd og stuðn ing. Þetta fannst bændum tryggara en að hver væri að basla í sínu horni. Borgarfjörður varð að samfelldu héraðsríki og Snorri gat sýnt veldi sitt með því að ríða til þings á hverju sumri með mörg hundruð manns. Eftir að Snorri náði Reykholti og fluttist þangað 1206 bættist svo enn meira við. Snorri hafði mikinn metnað. Hann var kænn og klókur og fylginn sér. Það leið því ekki á löngu þar til Snorri Sturluson var orðinn einn af voldugustu höfðingjum landsins. Ríki hans var orðið nokkuð samfellt frá Hvalfirði til Húnaflóa. Snorri var kjörinn lögsögumaður árið 1215, aðeins 35 ára að aldri. 34
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=