Snorra saga

krækja sér í höfuðbólið Reykholt í Reykholtsdal í Borgarfirði, þar sem kerlingin hafði reynt að stinga augað úr Sturlu föður hans forðum tíð. Þar settist hann nú að, en Herdís sat eftir með börnin á Borg þó svo að Snorri héldi að sjálfsögðu völdunum sem fylgdu Mýramannagoðorði. Snorri varð strax mjög ánægður þarna, enda hafði hann lengi haft augastað á þessari jörð. Reykholt var frábærlega vel í sveit sett og þaðan gat hann miklu betur fylgst með hvað bræður hans voru að bralla. Hann treysti þeim ekki alveg, sérstaklega ekki Sighvati. Svo var þarna nokkuð gott land undir bú, hægt að ala þar upp kálfa sem dygðu í ótal skinnbækur. Ekki síst fannst honum mikið til um allan jarðhitann í Reykholti. Hann lét gera sér heitan pott sem enn er til og kallast Snorralaug. Herdís var bara fegin að losna við Snorra úr því sem komið var. Börnin söknuðu hans þó auðvitað mikið. En svo virtist sem fleirum þætti ekki gott að hann skyldi fara frá Borg. Eina nóttina áður en Snorri fór vitjaði Egill Skallagrímsson Egils Halldórssonar í draumi. Hann var ófrýnilegur á svip og spurði hvort það væri satt að Snorri frændi þeirra ætlaði burt. Egill Halldórsson kvað já við því. –Það gerir hann illa, svaraði þá Egill Skallagrímsson í draumn­ um, hristi hausinn og fór með þessa vísu: Seggur sparir sverði að höggva. Snjóhvítt er blóð líta. Skæruöld getum skýra. Skarpur brandur fékk þar landa, skarpur brandur fékk mér landa. 32

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=