Snorra saga

aði gott til glóðarinnar að geta nú tekið upp merkið frá Agli Skallagrímssyni og gert Borg að helsta höfðingjasetri landsins. En það átti eftir að fara öðruvísi. Snorri var þar ekki nema í fáein ár. ÞeimHerdísi kom æ ver saman, þar til hjónabandið var alveg í rúst. Snorra fannst Herdís of heimarík þarna á Borg og hún kvartaði yfir því að hann væri alltaf á ferðalögum til bræðra sinna og móður og líka með hjákonur út um allt. Þá sjaldan hann væri heima á Borg eyddi hann svo tímanum í að yfirheyra karla og kerlingar um einhverja gamla þvælu. Þetta var að sumu leyti alveg rétt. Snorri var til dæmis sérstaklega upptek­ inn af gömlum frænda sínum sem hét Egill Halldórsson og var heimamaður á Borg. Sá kunni margar frábærar sögur af Agli Skallagrímssyni sem Snorri hafði ekki heyrt áður. Snorri réð marga menn í vinnu við að skrifa þennan fróðleik upp eftir gamla manninum. Loks ákvað Snorri að hann yrði að skilja við Herdísi, það væri þeim báðum fyrir bestu. Á ferðum sínum hafði honum tekist að 31

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=