Snorra saga
Þórður og Sighvatur höfðu báðir eignast góða staðfestu og rík kvonföng. Elsti bróðirinn Þórður hafði kvænst dóttur Ara sterka á Staðastað á Snæfellsnesi og tekið við goðorði hans. Hann sat þar nú að góðu búi og var orðinn helsti valdamaður vestur þar. Þau hjónin elskuðust ekki mikið, en Þórður átti framúrskarandi hjákonur og hafði eignast með einni þeirra sérlega skýra og efni lega drengi sem hétu Sturla og Ólafur. Þórður var alltaf frekar rólegur í tíðinni, gætinn og stilltur en ákveðinn og naut mikillar virðingar. Sighvatur bjó fyrst í Hjarðarholti en svo á Sauðafelli í Dölum. Hann hafði kvænst Halldóru Tumadóttur af ætt Ásbirninga. Eins og fram hefur komið réð sú ætt öllu í Skagafirði og Sighvat ur vonaðist því til að geta með tímanum styrkt áhrif og völd Sturlunga á austanverðu Norðurlandi. Hann eignaðist mörg börn með Halldóru sinni, þar á meðal nokkra syni sem áttu eft ir að verða áberandi. Einn þeirra hét Sturla eftir afa sínum og fæddist einmitt sama ár og Snorri kvæntist, 1199. Kolbeinn og Tumi Sighvatssynir höfðu nöfn sín úr móðurættinni, en Þórður sem kallaður var kakali hét eftir föðurbróður sínum. Mörgum fannst Sighvatur viðsjárverður eins og Hvamms-Sturla gamli hafði verið. Það var oft talsverður gassagangur í honum. En hann var fyndinn og hress og naut því vinsælda. Ungu hjónin, Herdís og Snorri, dvöldust næstu tvö ár í Odda, en þá kom að því að Bersi faðir Herdísar féll frá og þau gátu loks flutt að Borg. Þau höfðu eignast tvö börn, dóttur sem hét Hallbera og son sem var skírður Jón, en þannig vildi Snorri heiðra minningu Oddahöfðingjans gamla sem hafði alið hann upp. Herdís hlakkaði mikið til að komast aftur heim og Snorri hugs 30
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=