Snorra saga
hans og yndi. Þarna voru líka allir gömlu vinirnir, jafnt Oddaverjar sem aðkomumenn. Edda fóstra hans var enn á lífi, orðin meira en hundrað ára. En Herdísi leiddist því miður þarna á sunnlensku sléttunum. Hún kynntist fáum og var oft með heimþrá. Henni fannst Snorri ekki sýna sér nægilegan áhuga. Hún sagði að honum væri nær að tala einhverntíma við konuna sína frekar en að sitja öllum stund um yfir Eddu gömlu og skrifa upp eftir henni einhvern bölvaðan þvætting og hindurvitni. Bræður Snorra töldu dvölina í Odda ágæta ráðstöfun. Þeir báru auðvitað hag Snorra fyrir brjósti, svona að sumu leyti, en voru kannski ekki tilbúnir að fá hann sem höfðingja í nágrenni við sig á Vesturlandi alveg strax. Það átti eftir að ganga frá ýmsum málum í tengslum við Snorrungagoðorðið og fleiri eignir og mannaforráð. Þeir töldu brýnt að koma því öllu á hreint áður en litli bróðir yrði alltof metorðagjarn og frekur. Umfram allt yrði að varast deilur og illindi milli bræðranna þriggja ef Sturlungar ætluðu sér að verða helsta valdaætt landsins eins og þá dreymdi alla um. 29
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=