Snorra saga

hann væri tekinn að eldast. Snorra langaði ekki til að gerast ein­ hvers konar húskarl hjá tengdapabba. Ekki leist honum betur á að setjast að í Hvammi. Herdís var ágæt stúlka, en frekar þykkjuþung og afskaplega ráðrík. Það var Guðný líka. Þeim tengdamæðgum lenti því illilega saman strax eftir brúð­ kaupið. Herdís vildi eðlilega fá að vera aðalhúsfreyjan á staðnum. – Ég krefst þess að fá að ráða hér öllu fyrir innan stokk, sagði hún. Guðný hélt nú ekki. Hún hafði alein stjórnað öllu í Hvammi í næstum tuttugu ár jafnt fyrir utan stokk sem innan og ætlaði sér að halda því áfram. – Þú mátt ráða fyrir innan rúmstokkinn hjá sjálfri þér, hreytti hún í Herdísi. Þær rifust stanslaust út af öllu og voru alveg að gera Snorra vit­ lausan. Þá datt honum það snjallræði í hug að flytja austur í Odda með Herdísi. Þar var hann sjálfur á heimavelli og auk þess var þar margt bóka og handrita sem hann átti eftir að rannsaka betur. Konungasögur, skáldskapur og lögfræði voru nú einu sinni líf 28

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=