Snorra saga

V Snorri kvænist Þ órður og Sæmundur létu ekki sitja við orðin tóm, heldur gengu strax í málið. Þeir fengu fljótt augastað á góðum kvenkosti handa Snorra og hófu samninga við föður hennar. Þetta var prestsdóttir á Borg á Mýrum, Herdís Bersadóttir. Um hana sjálfa vissu þeir svo sem ekki margt en mest var um það vert að klerkurinn faðir hennar var einn ríkasti maður landsins, enda kallaður Bersi hinn auðgi. Hann fór með goðorð þeirra Mýra­ manna. Eitthvað þurfti auðvitað að leggja á móti og Guðný móðir Snorra féllst á að fá honum Hvammsland til eignar. Með það í bak­ höndinni gekk þeim Þórði og Sæmundi greiðlega að ná samkomu­ lagi við Bersa fyrir hönd Snorra. Brúðkaupið var síðan haldið í Hvammi sumarið 1199. Snorri var harla glaður með þessa þróun mála. Hann hlakkaði til að setjast að sem goði og höfðingi á Borg, þessu höfuðbóli þar sem Skallagrímur og Egill forfeður hans höfðu búið. Vart var hægt að hugsa sér betri stökkpall til valda og áhrifa. En það gat því miður ekki orðið strax þar sem Bersi faðir Herdísar var enn í fullu fjöri þó 27

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=