Snorra saga

ýmsum erfiðleikum. Þess vegna hafði hún neyðst til að eyða öllu lausafé Snorra. Ari sterki sambýlismaður hennar var dáinn, hann hafði sprengt sig við aflraunir í Noregi. Útlitið var ekki gott en um sumarið fór Snorri til þings með Sæmundi. Þangað komu líka bræður hans Þórður og Sighvatur. Sæmundur fór að hitta þá og vandamálið var tekið fyrir. Þórður og Sighvatur höfðu engan áhuga á að Snorri færi að heimta eitt­ hvað af því sem þeir höfðu fengið. Niðurstaðan varð sú að Sæmundur og Þórður tóku að sér í sameiningu að reyna að leysa málið. Snorri beið spenntur. Hann vissi vel að höfðingi án eigna er enginn höfðingi. 26

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=