Snorra saga

velstandi heima í Hvammi þó Ari ætti konu og börn annars staðar. Guðný varðveitti þriðjung Snorrungagoðorðsins fyrir Snorra en bræður hans réðu yfir hinum hlutunum. Þetta var arfurinn eftir Hvamms-Sturlu föður þeirra. Oddi var mikill staður og margt fólk í heimili. Jón Loftsson átti fjölda barna með mörgum konum. Meðal sona Jóns voru Sæmundur, Ormur og Páll. Sæmundur var í Odda en hinir voru orðnir sjálfstæðir höfðingjar annars staðar, þó þeir kæmu oft í heimsókn með fjölskyldur sínar. Þeim fannst öllum mikið til um lærdóminn og skáldskapinn hjá Snorra og Snorri kynntist þeim vel og líka börnum þeirra sem sum voru á svipuðum aldri og hann. Eitt sumarið var mikið um dýrðir, þá var Páll nývígður biskup í Skálholti. Jón hafði lengi deilt við forvera hans Þorlák Þórhallsson biskup sem síðar var gerður að dýrlingi og kallaður Þorlákur helgi. Þorlákur vildi að kirkjan réði yfir kirkjujörðun­ um. Hann sagði að erkibiskup í Noregi hefði skipað svo fyrir en Jón sagðist ekkert fara eftir svoleiðis vitleysu. Hann vitnaði í Sæmund fróða máli sínu til stuðnings og fékk því framgengt að innlendir höfðingjar réðu áfram. Páll sonur hans varð biskup þó hann ætti ekki að geta orðið það af því hann var kvæntur maður og fæddur utan hjónabands, en hvorugt máttu biskupar vera. En Páll var hámenntaður og vænn maður og reyndar systur­ sonur Þorláks og ágætur vinur hans. Samt hafði það einmitt farið mjög í taugarnar á hinum siðprúða Þorláki á sínum tíma að systir hans, móðir Páls, skyldi vera hjákona höfðingjans í Odda. Meðal barnabarna Jóns voru tvær bráðskemmtilegar stelpur sem Snorri kunni sérstaklega vel við þó þær væru miklu yngri en hann. Þetta voru þær Sólveig Sæmundardóttir og Hallveig 24

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=