Snorra saga

pabbi hans hefði verið hálfgerður ribbaldi, en þá hugsaði hann með sjálfum sér að menn skyldu nú bara bíða. Eftir að hann varð sjö ára fékk hann að fara með Jóni til alþingis á hverju sumri. Jón taldi nauðsynlegt að Snorri kynntist störfum þings­ ins, heyrði í lögsögumanninum og væri viðstaddur þegar dóm­ ar voru kveðnir upp. Þarna hitti hann oftast bræður sína, Þórð og Sighvat, unga menn á uppleið. Stundum kom Guðný mamma hans líka. Það var skrýtið að hitta hana fyrst eftir allan þennan tíma, en það var auðséð að henni þótti mjög vænt um Snorra. Hún var farin að búa með nýjum karli, sem reyndar var tengdafaðir Þórðar. Sá var þekktur beljaki og hélt oft aflraunasýningar á Þingvöllum þar sem hann lyfti grjóti, trjádrumbum og heilu fjölskyldunum. Hann var afkomandi Ara fróða og kallaður Ari sterki. Snorri velti því fyrir sér hvort hann væri líka jafnsterkur í fræðunum og forfaðir hans hafði verið. Þau Guðný bjuggu í lukkunnar 23

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=