Snorra saga

þess að reyna til hlítar að leysa deilumál með samningum áður en vopnin væru látin tala. Strax um tólf ára aldur var Snorri því orðinn hámenntaður lögspekingur og sérfræðingur í sögu Noregs. En stundum fór þó dálítið í taugarnar á honum hvað Oddaverjarnir voru stoltir af þessum kóngum sínum. Hann sá sjálfur margt um þá í hand­ ritunum sem var svo sem ekkert til að monta sig af. Hann vissi líka af sögu Egils Skallagrímssonar að sumir þeirra höfðu verið nauðaómerkilegir og Egill hafði ekkert verið að beygja sig fyrir þeim. En mest gaman hafði hann af skáldskapnum og var snemma farinn að yrkja sjálfur eftir kúnstarinnar reglum. Veturinn sem hann var ellefu ára orti hann langa lofdrápu um Jón Loftsson og flutti hana fyrir hann í jólaveislu við mikinn fögnuð. En Snorri fann stundum fyrir því að Sturlungarnir voru ekki taldir eins fínir og hinir. Stundum heyrði hann talað um að 22

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=