Snorra saga

Snorri byrjaði strax að læra að lesa og skrifa. Prestlingur sem hét Ketill var fyrsti kennarinn hans. Hann lét Snorra stauta sig fram úr ýmsum textum í skinnhandritum og kenndi honum að draga til stafs á vaxborin spjöld. Til þess var notaður mjór pinni sem kallaður var griffill. Í skólanum voru aðallega ýmsir höfðingjasynir úr nálægum sveitum, sem áttu að verða lærðir menn, en líka margir fátækir drengir sem til stóð að gera að prestum. Kirkjur voru orðnar margar og alltaf skortur á prestum. Margir þessara drengja voru fjörugir og skemmtilegir og þeir Snorri brölluðu margt, en sum­ ir höfðingjasynirnir litu dálítið stórt á sig, sérstaklega þeir sem voru Oddaverjar eða Haukdælir. Snorri varð fljótt allæs og skrifandi. Námsgreinum fjölgaði eft­ ir því sem árin liðu. Hann lærði latínu og guðfræði, ættfræði og skáldskaparmál. Hann lærði um sköpulag heimsins, tímatal og gang himintungla. Það var alveg nauðsynlegt fyrir þá sem vildu geta siglt til annarra landa. Í bókasafni skólans var fullt af bókum og handritum, margt af því komið frá Sæmundi fróða, til dæmis rit um skáldskap og ævisögur Noregskonunga. Margt var þar líka eftir Ara fróða um fyrstu aldir Íslandsbyggðar. Snorri lá í þessu lesefni öllum stundum eins og þetta væru spennandi reyfarar. Jón var himinlifandi yfir þessum mikla áhuga. Sérstaklega fannst honum mikilvægt að Snorri lærði vel sögu Noregskonunga. Hann sagði honum líka fjölmargt frá Magnúsi berfætt, afa sínum og fleiri skyldmennum. Jón tók líka snemma að sér að kenna honum lögfræði. Snorri lærði margar lagagreinar utan að og Jón útskýrði fyrir honum með dæmum hvernig beita skyldi lögunum og brýndi fyrir honum mikilvægi 21

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=