Snorra saga

sögur af ættföður Oddaverjanna, Sæmundi fróða. Hann hafði verið rammgöldróttur og gengið í Svartaskóla í Frakklandi hjá Kölska sjálfum. Þar hafði hann meðal annars misst skuggann sinn og svo gabbað Kölska til að fara í selslíki og synda með sig heim til Íslands. Þegar þeir voru komnir alla leið hafði hann svo rotað Kölska með biblíunni í stað þess að afhenda honum sálina í sér sem var umsamið fargjald. Snorri hló hátt að þessum sögum þó hann vorkenndi reyndar Kölska ræflinum stundum. Edda gamla bað Snorra að sleppa því alveg að segja honum Jóni Loftssyni þessar sögur. Það væri ekkert víst að hann kynni að meta þær. Höfðinginn í Odda hafði víst allt aðrar hugmyndir um Sæmund afa sinn. Annars var Jón besti karl. Hann lét sér annt um Snorra og fylgdist alltaf með hvernig honum gekk í skólanum. Hann var mjög ánægður með hvað Snorri reyndist námfús og duglegur. 20

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=