Snorra saga

– Svo þarna er þá sjálfur Snorri goði, sagði Jón og rétti fram höndina. Snorri teygði sína hönd upp á móti eins hátt og hann náði. Hann horfði fast á þennan mikla mann um leið og hann heilsaði honum og sagði eins virðulega og hann gat: – Sæll vertu, Jón goði. Pabbi hans hafði sagt honum að hann ætti að vera upplits­ djarfur og höfðingjadjarfur. – Þessi á nú einhverntíma eftir að láta til sín taka, sagði höfð­ inginn hlæjandi við Sturlu og bauð þeim að ganga í bæinn. Sturla brosti út undir eyru. Brosið hvarf ekki af Sturlu þessa daga sem hann dvaldist í Odda. Dagarnir liðu í dýrlegum fagnaði og allt var það honum til heiðurs. Loks á fimmta degi var kominn tími til að kveðja og halda á ný vestur í Dali. Sturla var leystur út með góðum gjöf­ um. Það voru vopn og litklæði, bækur og ritföng og líka skart­ gripir handa Guðnýju. Gjafirnar voru svo margar og veglegar að Jón varð að láta tvo hesta fylgja með til að Sturla kæmi öllu góssinu heim. Að skilnaði sagði Sturla við Snorra: – Hér hefur okkur verið mikill sómi sýndur, mundu þess vegna sonur sæll að sýna öllum hér að Sturlungar séu verðugir þess sóma. Snorri kvaddi pabba sinn og reyndi að vera eins upplitsdjarfur og hann gat, enda voru allir að horfa á hann. Hann stóð lengi á hlaðinu og horfði á eftir Sturlu og fylgdarliði hans þar til hann rétt gat grillt í þá í fjarska. Hér í Odda var svo mikið flatlendi, svo langt sem augað eygði í átt til sjávar og inn til landsins þar 17

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=