Snorra saga

– Gráttu bara vinur, sagði gamla konan og strauk honum um ennið, það gerir þér gott og svo er það búið. En Snorri gat ekki hætt, hann var enn skælandi þegar pabbi hans kom og lagðist í rúmið hjá honum seinna um kvöldið. – Æ hættu nú þessu voli, skarnið mitt, sagði Sturla og tróð ull í eyrun. Hann þjappaði hana vandlega með flata endanum á eyrnakróknum sínum. Hann sofnaði strax og hraut hátt. Snorri róaðist. Þessi hljóð voru svo kunnugleg. Eftir stutta stund var hann sjálfur steinsofnaður. Það var tekið vel á móti þeim þegar þeir komu loks í Odda nok- krum dögum síðar. Oddi var mikill staður, þar var fjöldi húsa, stór kirkja, skóli og allt fullt af fólki. Í bæjardyrunum stóð höfð­ inginn mikli Jón Loftsson. Hann gekk á móti þeimmeð útbreidd­ an faðm þegar þeir riðu í hlað. Þeir Sturla heilsuðust með mikl­ um virktum og lofgjörðum hvor um annan. Síðan var komið að Snorra. 16

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=