Snorra saga

Pabbi hans talaði heilmikið við hann á leiðinni, sagði honum til dæmis hvað hann væri lánsamur að fá að fara í Odda. Hann mætti ekki vera leiður þótt hann saknaði mömmu sinnar fyrst í stað. Hann yrði að geta harkað af sér, það hefðu Snorrungar alltaf kunnað, mann fram af manni og Sturlungar yrðu að halda því áfram. Þetta hafði mamma hans líka sagt við hann síðasta kvöldið heima, en hún hafði aðallega talað um Egil Skallagrímsson. Snorri yrði að vera eins og hann. Fyrstu nóttina gistu þeir á stórum bæ en bóndinn var gamall vinur Sturlu. Þeim var fagnað með mikilli veislu þar sem allir fengu vel að borða og drekka. Karlarnir fengu sér öl og urðu brátt háværir. Snorri var spurður hvort hann vildi sýru, mjólk eða vatn að drekka. Snorri bað um öl. Hann sagðist ætla að drekka sig fullan eins og Egill Skallagrímsson hefði gert þegar hann var þriggja ára. Karlarnir hlógu tröllslega að þessu en samt fékk Snorri bara sýru. Svo kom gömul góðleg kona og fór með hann og háttaði hann ofan í rúm. Þegar Snorri var kominn upp í fór hann að hugsa um mömmu sína og byrjaði að skæla. 15

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=