Snorra saga

Bræður Snorra, Þórður og Sighvatur, urðu mjög ánægðir við tíð­ indin. Þeir voru að nálgast þann aldur að farið yrði að huga að kvonfangi handa þeim. Helst vildu þeir að hægt yrði að útvega þeim stórættaðar eiginkonur sem ættu í vændum að erfa nóg af landareignum og mannaforráðum. Það var ekki verra að þær væru líka sætar og klárar, en það var ekkert aðalatriði. Þessi nýi heiður, að bróðir þeirra fengi að alast upp hjá fína fólkinu í Odda, hlyti bara að gera þá sjálfa enn eftirsóknarverðari. En auðvitað fannst þeim leiðinlegt að missa litla bróður burt úr Hvammi. Hann var bæði skýr og skemmtilegur strákur þó hann væri ekki nema þriggja ára. Guðný móðir Snorra sagðist líka vera ánægð. Kannski flaug henni í hug að drengurinn hennar ætti þrátt fyrir allt eftir að verða jarl. En í hjarta sínu varð hún afskaplega sorgbitin. Henni þótti svo vænt um Snorra litla og hann var ákaflega hændur að henni. Þau skemmtu sér konunglega þegar hún var að kenna honum öll ljóðin og sögurnar um gömlu heiðnu guðina og um Egil langalangafa Skallagrímsson. Allt þetta hafði hún sjálf lært af gamla fólkinu þegar hún var lítil. 12

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=