Snorra saga

Þá sagði Sturla að þetta væri nú svo sem ekkert. Svo gat hann ekki stillt sig um að segja brandara: Hann sagði að Þorbjörg hefði lengi verið hrifin af sér og kvenfólk hefði svo misjafnar aðferðir til að láta í ljós ást sína. Presturinn vissi sem var að hann yrði að gjalda skaðabætur fyrir hnífstunguna. Þegar hann heyrði Sturlu gantast svona með þetta taldi hann óhætt að gefa honum sjálfdæmi um bæturnar. Sturla átti sem sagt bara að nefna upphæðina og presturinn var þá skuldbundinn að greiða hana umyrðalaust. Þá greip Sturla tækifærið og krafðist svo mikilla bóta að öll auðæfi þessa ríka prests, jarðeignir, búsmali og varningur, hefðu varla nægt til að greiða slíkt gjald. Þarna gekk Sturla of langt eins og stundum áður. Séra Páll var nú í vanda staddur, en hann greip til þess ráðs á næsta alþingi á Þing­ völlum að leita til höfðingjans í Odda, Jóns Loftssonar, og biðja hann að reyna að fá Sturlu til að sýna sanngirni. Sturla neyddist til að samþykkja að Jón gerði út um málið og varð að sætta sig við miklu lægri bætur. Sturla var auðvitað grautfúll yfir þessu, en varð að lúta úrskurði höfðingjans. Til að milda Sturlu ákvað Jón Loftsson að bjóða honum heim til sín um haustið og gefa honum góðar gjafir. Ekki var þó minna um vert að hann sýndi Sturlu líka þann einstaka heiður að bjóðast til að taka Snorra litla son hans í fóstur, ala hann upp og mennta hann í Odda. Þegar Sturla reið heim vestur í Dali að þingi loknu var hann því þrátt fyrir allt í ágætu skapi. Hann eygði mikla möguleika í stöðunni. Með því að tengjast á þennan hátt hinum tignu Odda­ verjum gætu Sturlungar með tímanum ef til vill enn aukið áhrif sín og ítök. 11

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=