Snorra saga

Snorra. Þetta var erfðamál gegn prestinum í Reykholti í Borgar­ firði sem hét Páll Sölvason. Málið lenti brátt í miklum hnút, ekki síst vegna óbilgirni Sturlu. Kona séra Páls hét Þorbjörg og var ægilegur skapvargur. Eitt sinn þegar reynt var að halda sáttafund heima í Reykholti missti hún alveg stjórn á sér út af frekjunni í Sturlu. Hún rauk á hann með hníf og reyndi að stinga úr honum augað. Hún sagðist vilja gera hann líkan þeim sem hann helst vildi líkjast, það er að segja Óðni. Þetta var auðvitað fólskuverk, en um leið móðgun að líkja karluglunni við heiðinn guð. En það kom sér vel fyrir Sturlu fyrst hann var svo heppinn að kerlingin hitti ekki almennilega. Hann skarst bara dálítið á kinninni og tókst að nýta sér vel þetta atvik. Sturla greip strax um sárið og smurði blóðinu út um allt andlit þannig að hann leit út fyrir að vera stórsærður. Séra Páll fór alveg á taugum og gaf strax eftir í erfðamálinu og baðst afsök­ unar á gerðum konu sinnar. 10

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=