Snorra saga

kristindóm. Margir þeirra hétu Gissur, Hallur, Teitur, Ísleifur og Þorvaldur. Fyrstu biskuparnir voru af þessari ætt og biskups­ setrið í Skálholti var undir yfirráðum Haukdæla. Oddaverjar voru afkomendur Sæmundar fróða. Þeir voru lær­ dóms- og skólamenn eins og Haukdælir nágrannar þeirra og höfðu aðsetur í Odda á Rangárvöllum. Þeir voru ekki miklir bardagamenn en töldust fínni en aðrir af því þeir tengdust nor- sku konungsættinni. Jón Loftsson, helsti höfðingi þeirra, virtasti og að margra áliti vitrasti maður landsins um þessar mundir, var sonarsonur Sæmundar en móðir Jóns var Þóra dóttir Magn­ úsar berfætts Noregskonungs. Mörgum fannst því Jón vera eins og hálfgerður kóngur yfir Íslandi. Og svo voru það Sturlungarnir. Þeir voru afkomendur Snorra goða og þeirra helsta vígi var lengst af á Vesturlandi. Í fyrstu voru þeir ekki sérlega áberandi, en náðu um síðir miklum ítök­ um víða um land, til dæmis í Eyjafirði og víðar á Norðaustur­ landi. Þeir ráku ekki skóla eins og Haukdælir og Oddaverjar en voru miklir sagna- og kvæðamenn. Svínfellingar voru fimmta höfðingjaættin. Þeir sátu að Svína­ felli í Öræfum og réðu mestu í Austfirðingafjórðungi en flækt­ ust einna minnst í hin miklu átök sem framundan voru. Loks voru svo Vatnsfirðingar. Þeir höfðu mikil ítök á Vestfjörð­ um og lutu Sturlungum er fram liðu stundir. Sturla í Hvammi var mikill ákafamaður og gaf aldrei neitt eftir og átti því sífellt í deilum og stríði, oftast við nágranna sína. Hann var slægur og klókur og beitti til skiptis hörku og tungu­ mýkt. Um það leyti sem Snorri var þriggja ára, stóð gamli mað­ urinn í svokölluðu Deildartungumáli ásamt Böðvari móðurafa 9

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=