Snorra saga

H vamms–Sturla var svo sem enginn stórhöfðingi þótt hann langaði mikið til þess. Hann réð aðeins yfir þessu eina goðorði. En Sturla og synir hans þrír, Þórður, Sighvatur og Snorri og afkomendur þeirra áttu eftir að láta mikið til sín taka. Uppgangur þeirra leiddi af sér deilur og stríð. Við þá feðga er ættin kennd og að lokum tímabilið allt. Goðarnir voru samtals 39 á landinu en um þessar mundir, þegar aldamótin 1200 voru farin að nálgast, var svo komið að sex voldugar höfðingjaættir höfðu náð flestum goðorðunum undir sig, hver á sínu svæði. Ásbirningar voru kenndir við ættföður sinn Ásbjörn Böðvars­ son, en nöfnin Kolbeinn, Tumi og Arnór voru mjög algeng meðal þeirra. Þeir náðu öllum völdum í Skagafirði og voru mjög herskáir. Haukdælir hétu eftir ættarsetrinu Haukadal í Árnesþingi. Þeir voru upphaflega guðsmenn og lærdómsmenn og skólamenn sem náðu miklum áhrifum vegna tengsla sinna við kirkju og 8 II Sturla gengur of langt

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=