Smátímasögur - Fyrir þig
97 Ég starði á blaðið fyrir framan mig. Svo hljóp ég inn í rúm og vakti mömmu. Það tók hana smástund að skilja mig. Kannski var ég svo- lítið óðamála. En ég var líka meira en lítið æst. Hefðuð þið ekki verið það líka í mínum sporum? Að endingu settist mamma upp í rúminu og sagði: „Þeba mín, gerðu það, hægðu á þér. Hvað ertu að segja?“ Ég dró djúpt andann, rétti henni útkrotað blaðið og ímynd- aði mér að ég væri að útskýra þetta fyrir litlu barni. „Stjarnan blikkar. Stundum kemur langt blikk, stundum stutt. Það er í ákveðinni röð. Röð sem endurtekur sig. Og röðin er svona,“ sagði ég og benti á blaðið. „Þeba mín, stjörnur blika. Það er vegna þéttleikaflökts í lofthjúpnum hér í kringum jörðina. Ljósið berst okkur á mis- munandi hraða og þess vegna sýnist okkur þær blik...“ „Ekki svona mikið, mamma! Þetta er ekkert þéttleikaflökt! Ég er að segja þér það! Sjáðu!“ Ég rak blaðið beint undir nefið á henni. Mamma setti á sig gleraugun sem lágu á náttborðinu hennar, ofan á bókinni sem hún var að lesa þessa dagana.Hún hrukkaði ennið og las upphátt: „Stutt, stutt, stutt, stutt. Bil. Stutt, langt. Bil. Stutt, langt ...“ Hún þagnaði. Síðan leit hún á mig, með opinn munninn. „Ætli þetta sé Morse-kóði?“ sagði hún. Svo spratt mamma á fætur og hljóp fram. Ég elti hana inn á skrifstofu. Hún stóð uppi á skrifborðinu
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=