Smátímasögur - Fyrir þig

95 Hafði einhver togað hana þangað? Hafði einhver fært hana? Eða hafði hún flogið sjálf ? Var þetta kannski heil pláneta sem var líka skip? Eða höfðu opnast ormagöng og nýja stjarnan skotist út um þau? En hver hafði þá opnað þau? Gat það gerst af sjálfu sér? Og hvaðan hafði hún komið? Ég settist upp í rúminu og kveikti á lampanum. Ég vissi að ég gæti ekki sofnað. Ég gekk að glugganum og leit í kík- inn. Stjarnan var horfin! Það sló út um mig alla köldum svita en svo fattaði ég að auðvitað hafði hún bara færst úr stað á meðan ég burstaði tennur og barðist við að sofna. Eða réttara sagt þá hafði jörðin haldið áfram að snúast á sínum hraða á meðan en stjarnan var kyrr á sínum stað. Vonandi. Það tók mig nokkra stund að stilla kíkinn upp á nýtt og koma auga á hana. En þarna var hún. Stór, skær og hvít- fjólublá. Mér fannst aftur eins og hún púlsaði. Birtan varð sterkari, svo veikari og svo aftur sterkari. Skrýtið. Ég kveikti á tölvunni og leitaði að upplýsingum um orma- göng á Vísindavefnum. Ég las: „Ormagöng eru fræðileg fyrirbæri sem skjóta upp kollinum við útleggingar á almennu afstæðiskenningunni. Samkvæmt kenningum er hugsanlegt að þau megi nota til að flytja sig til fjarlægra staða í alheiminum á örskotsstundu. Þrátt fyrir að hugmyndin um ormagöng sé í góðu samræmi við kenningar er ekki víst að þau séu raunverulega til.“

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=